Samstarfsfélög

EACA (European Association of Communications Agencies) eru regnhlífarsamtök evrópskra samskiptastofa (markaðsstofa, auglýsingastofa, samskiptastofa), stofnuð 1959.

  • Yfir 2.500 stofur af öllum gerðum í næstum 30 Evrópulöndum
  • 120.000+ fagaðilar í markaðsstarfi, mörkun, auglýsingum, miðlum, stafrænni markaðssetningu og PR
  • Höfuðstöðvar í Brusse

Helstu hlutverk:

  1. Hagsmunagæsla gagnvart ESB stofnunum
  2. Efling heiðarlegra og árangursríkra auglýsinga
  3. Setning faglegra staðla
  4. Samstarf milli stofa, auglýsenda og miðla
  5. Áhersla á ábyrga og skapandi auglýsingagerð

EACA vinnur náið með ESB stofnunum að því að tryggja frelsi til ábyrgrar auglýsingagerðar og stendur fyrir árlegum verðlaunum og rannsóknum í greininni.

EACA (European Association of Communications Agencies)

Samband íslenskra auglýsingastofa er fullgildur aðili að EACA (European Association of Communications Agencies), regnhlífarsamtökum 2.500 evrópskra auglýsingastofa (Markaðsstofur, auglýsingastofur, samskiptastofur, Birtingahús). Þessi aðild veitir íslenskum auglýsingastofum aðgang að evrópsku fagsamfélagi, þekkingu og tengslaneti sem spannar 30 lönd og 120.000 fagaðila.

FA (Félag Atvinnurekenda)

Systurfélag og þjónustuaðili SÍA er Félag atvinnurekenda sem eru hagsmunasamtök lítilla sem stórra fyrirtækja í inn- og útflutningi, heildsölu og smásölu. Í dag eru um 180 fyrirtæki í félaginu. Innan FA eru samstarfsfélög sem starfa á á grundvelli atvinnugreina, þar á meðal  Samband íslenskra auglýsingastofa.

FA  og þá um leið SÍA er virkur vettvangur fyrir félagsmenn til að skiptast á skoðunum og reynslu. Félagið kappkostar að sinna öflugri upplýsingamiðlun um þau mál sem efst eru á baugi hverju sinni. Er það gert með félagsfundum, námskeiðum og beinni upplýsingagjöf til allra félagsmanna. Á undanförnum árum hafa fræðslu- og kynningarmál verið stór hluti af starfsemi félagsins. FA leggur áherslu á að skapa jákvæða ímynd einkum gagnvart stjórnvöldum, félagsmönnum og fjölmiðlum.  Fulltrúi SÍA situr í stjórn FA.

ÍMARK - Samtök markaðs- & auglýsingafólks